Aðalfundur

Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Tónkvísl mánudagskvöldið 2. febrúar kl. 20:00. Dagskrá hans er eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar um starfið á síðasta ári og fjármál sveitarinnar.
2. Lagabreytingar, ef skriflegar tillögur koma fram um þær fyrir fundinn.
3. Kjör stjórnar, tveggja endurskoðenda og annarra embættismanna ef við á.
4. Önnur mál.

Athygli er vakin á að tillögur um lagabreytingar þarf að leggja fram skriflega til stjórnar fyrir fundinn. Einnig má senda þær rafrænt með tölvupósti.
Lög sveitarinnar má finna hér.

Á fundinum þarf að kjósa í embætti formanns, gjaldkera og ritara, auk tveggja endurskoðenda. Einnig þarf að kjósa skemmtinefnd, búninganefnd og áhaldavörð. Áhugasamir mega gjarna gefa sig fram við stjórn.

Landsmót SÍL í Þorlákshöfn

Landsmót SÍL verður haldið í Þorlákshöfn helgina 4.-6. október nk. Fyrirkomulagið er ekki með gamla sniðinu, þ.e. að hver sveit komi með tilbúið prógramm og spili á tónleikum heldur verður öllum þátttakendum blandað saman. Hópnum verður skipt í þrjár sveitir sem munu spila með mismunandi gestum, 200.000 Naglbítum, Jónasi Sigurðssyni og Fjallabræðrum. Æft verður á föstudagskvöldi og laugardegi og svo verða stórtónleikar á laugardagskvöldinu.

Kostnaður: 10.000 kr. á mann. Innifalið er gisting báðar næturnar, hádegismatur, síðdegissnarl og kvöldverður á laugardaginn og ball á laugardagskvöldið.

Skráning í tölvupósti (ludrasveit@ludrasveit.is) fyrir 1. september.

Fundur

Mánudaginn 7. desember kl. 20:30 verður haldinn fundur í Tónkvísl til undirbúnings fyrirhuguðum afmælistónleikum LH í febrúar.
Til fundarins eru allir gamlir og nýir lúðrasveitarfélagar boðnir og við vonumst til að sjá sem flesta.