Ferðalag um Vesturland

Laugardaginn 11. júní verður Lúðrasveitin á faraldsfæti um Vesturland. Haldnir verða stuttir útitónleikar á nokkrum stöðum.

Fyrstu tónleikar dagsins verða í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og hefjast þeir um kl. 11:30. Eftir hádegi verða haldnir tónleikar á Bifröst og e.t.v. við Deildartunguhver og á fleiri stöðum, eftir því sem veður og vindar leyfa.

Á dagskrá verður léttmeti úr ýmsum áttum, íslensk dægurlög, hressilegir marsar og fleira.

Borgarnes. Mynd: Wikipedia
Borgarnes. Þar verða tónleikar í Skallagrímsgarði kl. 11:30. Mynd: wikipedia.

Sumarfrí

Í gær, mánudaginn 26. júní, lauk vel heppnaðri, vikulangri tónleika- og skemmtiferð um München, Salzburg og nágrenni, þar sem lúðrasveitin heillaði Bæjara og nærsveitunga með undurfögrum lúðrablæstri.

Þar með er sveitin komin í sumarfrí. Æfingar hefjast aftur í lok ágúst.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-bjórgarðinum
Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner bjórgarðinum.