Sjómannadagurinn – mæting

Á Sjómannadagsmorgun er mæting við Hrafnistu kl. 9:45 í búningi, svörtum skóm og með hattinn. Nótur og statíf verða á staðnum. Þeir sem vantar búning eða hatt þurfa að mæta í Tónkvísl kl. 9:00 til að bjarga því sem bjargað verður.

Eftir hádegi er mæting við sviðið á Suðurbakkanum kl. 13:40, sömuleiðis í fullum skrúða. Nótur og statíf verða á staðnum. Tónkvísl verður opin kl. 13:00-13:30 til að dressa þá upp sem vantar búning.

Sjómannadagurinn

Að vanda mun lúðrasveitin halda uppi stuðinu á Sjómannadaginn, sunnudaginn 5. júní. Við spilum ættjarðarlög við Hrafnistu klukkan 10 og við höfnina klukkan 14, þegar aldnir sjómenn verða heiðraðir.

Æfing og búningamátun fyrir sjómannadaginn verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 30. maí klukkan 20. Þeir sem eru með búning heima mega gjarna hafa hann með sér á æfinguna til skrásetningar.

1. maí

Dagskráin fyrir 1. maí er svona:

13:00 Við hittumst í Tónkvísl.
13:40 Spilum fyrir framan Ráðhúsið.
14:00 Gengið frá Ráðhúsinu upp á Flatahraun.

Klæðnaður:
Svartar buxur og LH úlpurnar (eru í Tónkvísl)

Páskafrí!

Eftir stórskemmtilega vortónleika síðasta föstudag er lúðrasveitin komin í páskafrí en starfinu í vor er þó hvergi nærri lokið.
Næsta æfing verður í Tónkvísl miðvikudaginn 27. apríl (4. í páskum) kl. 20:00 en þá verður rykið dustað af marsabókunum og lýrunum fyrir kröfugönguna 1. maí en þar fer lúðrasveitin að vanda næstfremst í fylkingu (Siggi T. verður auðvitað fyrstur með rauða fánann).

Vortónleikar lúðrasveitarinnar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 (gömlu Vélsmiðju Hafnarfjarðar) föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20:00.

Á efnisskránni fer mikið fyrir suðrænum tónum og svítum af ýmsu tagi, meðal annars Svíta nr. 2 fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, þjóðdansasvíta eftir Dmitríj Sjostakóvítsj og lokadansinn úr Estancia eftir Alberto Ginastera. Að sjálfsögðu verða einnig marsar á efnisskránni, m.a. eftir John Philip Sousa, auk þess sem þrír trompetleikarar stíga fram og spila Bugler’s holiday eftir Leroy Anderson.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Aðgangseyrir er kr. 1000.

Vortónleikar

Vortónleikar Lúðrarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnir föstudagskvöldið 8. apríl í sal Gaflaraleikhússins strandgötu 50.
-Nánar auglýst þegar nær dregur.