Það er kominn 17. júní

Í dag, 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga, verður að vanda nóg um að vera hjá lúðrasveitinni.

Klukkan 12:50 verður spilað við hátíðarsetningu uppi á Hamrinum.
Frá Hamrinum verður lagt af stað í skrúðgöngu klukkan 13:30, sem endar á Thorsplani.

Um klukkan 15:00 verða svo leikin nokkur lög á Austurgötuhátíðinni – ef veður leyfir.

1. maí í Hafnarfirði

Samkvæmt venju mun lúðrasveitin spila í kröfugöngu í Hafnarfirði 1. maí.

Safnast verður saman fyrir utan ráðhús Hafnarfjarðar klukkan 13:30.
Gangan fer svo af stað klukkan 14:00. Gengið verður að Hraunseli, Flatahrauni 3, og er áætluð koma þangað klukkan 14:30.

Skrúðganga á 17. júní

Lúðrasveit Hafnarfjarðar verður að vanda í broddi fylkingar í skrúðgöngunni á Þjóðhátíðardaginn, auk þess að spila í hátíðarstundinni á Hamrinum fyrir göngu.

Að skrúðgöngunni lokinni ætlar lúðrasveitin svo að halda örtónleika á nokkrum stöðum í miðbænum og æfa í leiðinni fyrir tónleikaferð sveitarinnar um Niðurlönd, sem hefst að morgni 18. júní.

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur 1. júní næstkomandi. Þá spilar Lúðrasveit Hafnarfjarðar að vanda við Hrafnistu kl. 10 og í hátíðardagskránni við Kænuna kl. 13:45.

LH í Kaplakrika

Sunnudaginn 18. maí mun lúðrasveitin spila við opnun nýs íþróttahúss í Kaplakrika.

Fyrst verður spilað á milli kl. 11:30 og 12:00 og aftur frá 12:45 til 13:00.

Mæting er í Kaplakrika kl. 11:15, í fullum fjólubláum skrúða og nýpússuðum svörtum spariskóm. Farið er inn um aðalinnganginn. Svo er farið niður tröppur og út í nýja frjálsíþróttahúsið þar sem opnunarathöfnin fer fram.