Skrúðganga á 17. júní

Lúðrasveit Hafnarfjarðar verður að vanda í broddi fylkingar í skrúðgöngunni á Þjóðhátíðardaginn, auk þess að spila í hátíðarstundinni á Hamrinum fyrir göngu.

Að skrúðgöngunni lokinni ætlar lúðrasveitin svo að halda örtónleika á nokkrum stöðum í miðbænum og æfa í leiðinni fyrir tónleikaferð sveitarinnar um Niðurlönd, sem hefst að morgni 18. júní.

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur 1. júní næstkomandi. Þá spilar Lúðrasveit Hafnarfjarðar að vanda við Hrafnistu kl. 10 og í hátíðardagskránni við Kænuna kl. 13:45.

LH í Kaplakrika

Sunnudaginn 18. maí mun lúðrasveitin spila við opnun nýs íþróttahúss í Kaplakrika.

Fyrst verður spilað á milli kl. 11:30 og 12:00 og aftur frá 12:45 til 13:00.

Mæting er í Kaplakrika kl. 11:15, í fullum fjólubláum skrúða og nýpússuðum svörtum spariskóm. Farið er inn um aðalinnganginn. Svo er farið niður tröppur og út í nýja frjálsíþróttahúsið þar sem opnunarathöfnin fer fram.

Kröfuganga 1. maí

Lúðrasveitin leikur að vanda í kröfugöngu verkalýðsfélaganna á Verkalýðsdaginn 1. maí. Gangan leggur af stað frá Bæjarbíói kl. 14 en lúðrasveitin leikur nokkur lög meðan göngumenn safnast saman.

Mæting er í Tónkvísl kl. 13, í fullum fjólubláum skrúða, svörtum sokkum og nýpússuðum svörtum spariskóm. Okkar hlutverki verður lokið um kl. 14:30.

Tendrun ljósa á jólatrjám

Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við tendrun ljósa á tveimur jólatrjám laugardaginn 30. nóvember. Hið fyrra er Frederiksbergstréð á Thorsplani í Hafnarfirði klukkan 16:30 og svo Hamborgartréð við Reykjavíkurhöfn kl. 17:00.

Sama dag kl. 14 verða aðventutónleikar lúðrasveitarinnar haldnir í Víðistaðakirkju.

17. júní

Spilamennskan á 17. júní er loksins komin á hreint. Skrúðgangan leggur af stað frá Ásvöllum kl. 13:00 og við göngum niður á Thorsplan. Við spilum ekkert fyrir gönguna en hugsanlega eitthvað á Thorsplani. Ef vel viðrar og stemmningin býður upp á það spilum við líka á nokkrum stöðum í miðbænum eftir gönguna.

Klæðnaður: Fjólublár búningur og kaskeiti, svartir sokkar og svartir nýpússaðir spariskór. Þeir sem ekki hafa búning mæti í svörtum sparibuxum og LH-úlpu með kaskeiti.

Mæting á Ásvelli kl. 12:45 eða í Tónkvísl ekki seinna en 12:30. Húsið opnar kl. 12:00.