Kröfuganga 1. maí

Lúðrasveitin leikur að vanda í kröfugöngu verkalýðsfélaganna á Verkalýðsdaginn 1. maí. Gangan leggur af stað frá Bæjarbíói kl. 14 en lúðrasveitin leikur nokkur lög meðan göngumenn safnast saman.

Mæting er í Tónkvísl kl. 13, í fullum fjólubláum skrúða, svörtum sokkum og nýpússuðum svörtum spariskóm. Okkar hlutverki verður lokið um kl. 14:30.

Tendrun ljósa á jólatrjám

Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við tendrun ljósa á tveimur jólatrjám laugardaginn 30. nóvember. Hið fyrra er Frederiksbergstréð á Thorsplani í Hafnarfirði klukkan 16:30 og svo Hamborgartréð við Reykjavíkurhöfn kl. 17:00.

Sama dag kl. 14 verða aðventutónleikar lúðrasveitarinnar haldnir í Víðistaðakirkju.

17. júní

Spilamennskan á 17. júní er loksins komin á hreint. Skrúðgangan leggur af stað frá Ásvöllum kl. 13:00 og við göngum niður á Thorsplan. Við spilum ekkert fyrir gönguna en hugsanlega eitthvað á Thorsplani. Ef vel viðrar og stemmningin býður upp á það spilum við líka á nokkrum stöðum í miðbænum eftir gönguna.

Klæðnaður: Fjólublár búningur og kaskeiti, svartir sokkar og svartir nýpússaðir spariskór. Þeir sem ekki hafa búning mæti í svörtum sparibuxum og LH-úlpu með kaskeiti.

Mæting á Ásvelli kl. 12:45 eða í Tónkvísl ekki seinna en 12:30. Húsið opnar kl. 12:00.

Sjómannadagurinn

Að vanda mun lúðrasveitin halda uppi stuðinu á Sjómannadaginn, sunnudaginn 2. júní. Við spilum ættjarðarlög við Hrafnistu klukkan 10 og við höfnina frá klukkan 13:45, þegar aldnir sjómenn verða heiðraðir.

Mæting: kl. 9:45 við Hrafnistu og kl. 13:30 við Kænuna.

Klæðnaður í bæði skiptin: Fjólublái búningurinn með viðeigandi hatti, svartir sokkar og svartir nýpússaðir spariskór. Þeir sem ekki geta bjargað sér um búning mæti í svörtum sparibuxum!

Æfing og búningamátun verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 27. maí klukkan 20. Þeir sem eru með búning heima en geta ekki spilað með mega gjarna lána hann þurfandi.

Kröfuganga 1. maí

Lúðrasveitin spilar að vanda í kröfugöngu á Verkalýðsdaginn 1. maí. Spilamennskan verður með hefðbundnu sniði, við mætum í Tónkvísl 13:00, byrjum að spila 13:40 fyrir utan Súfistann og gangan hefst 14:00.

Við verðum í lúðrasveitarúlpunum, með kaskeitin, í svörtum sparibuxum, svörtum sokkum og nýpússuðum svörtum spariskóm. Munið, svartir íþróttaskór teljast ekki spariskór!

Jólatrén í bænum

Laugardaginn 24. nóvember verða ljósin tendruð á Frederiksbergstrénu á Thorsplani kl. 17. Lúðrasveitin spilar að vanda við tendrunina, og byrjar að spila kl. 16:45. Þar sem spáir frekar köldu munu málmblásararnir sjá um þetta en tré- og slagverksleikarar fá frí.

Klæðnaður er að sjálfsögðu fjólublái búningurinn (föðurlandið innanundir) og svartir pússaðir skór. Mæting er í Tónkvísl kl. 16:15, þeir sem vantar búning mæti klukkan 16:00.

Kveikt verður á Cuxhaventrénu við Flensborgarbryggju viku síðar, laugardaginn 1. desember kl. 15:00. Þar sem þetta er tónleikadagurinn okkar munu aðeins 5-6 málmblásarar leika jólalög frá kl. 14:45.