Bráðum koma blessuð jólin

Aðventan nálgast og brassdeild lúðrasveitarinnar kemur með jólin til Hafnfirðinga og nærsveitunga.

Föstudaginn 1. desember leikur lúðrasveitin við opnun jólaþorpsins á Thorsplani í Hafnarfirði. Talið verður í fyrsta lagið klukkan 17:55.

Laugardaginn 2. desember verða ljósin kveikt á jólatrénu frá Cuxhaven. Athöfnin fer fram á Flensborgarhöfn í Hafnarfirði og hefst hún klukkan 15:00.

Síðar sama dag, eða klukkan 17:00, verður loks leikið á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn, þar sem ljósin verða kveikt á Hamborgartrénu.

Nokkrir lúðrasveitarfélagar í jólaþorpinu í Hafnarfirði
Nokkrir lúðrasveitarfélagar í jólaþorpinu í Hafnarfirði

Ljósanótt í Reykjanesbæ

Eins og undanfarin ár hefst haustdagskrá lúðrasveitarinnar í Reykjanesbæ, þar sem spilað verður í Árgangagöngunni á Ljósanótt.

Gangan leggur af stað í dag klukkan 13:30 og verður gengið niður Hafnargötu í Reykjanesbæ.

Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá Ljósanætur nánar á vefnum ljósanótt.is.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar á Ljósanótt 2016.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar á Ljósanótt 2016.

Sautjándi júní

Hæ, hó, jibbý, jei, kæru Hafnfirðingar, og aðrir landsmenn!

Í dag er sautjándi júní haldinn hátíðlegur um land allt.

Að vanda fer lúðrasveitin fyrir skrúðgöngunni í Hafnarfirði í dag. Hún leggur af stað klukkan 13:00 frá skátaheimilinu Hraunbyrgi við Hjallabraut.

Að göngu lokinni verða svo spiluð nokkur létt lög fyrir utan Hafnarborg, eða um klukkan 14:00.

Á vef Hafnarfjarðarbæjar má skoða dagskrá dagsins.

Ljósanótt

Starfsemin er nú farin í gang að loknu sumarfríi.

Fyrsta framkoma lúðrasveitarinnar á þessu starfsári verður á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þar tekur sveitin þátt í Árgangagöngunni laugardaginn 3. september.

Gangan leggur af stað klukkan 13:30 og gengið verður niður Hafnargötu í Reykjanesbæ.

Sautjándi júní

Samkvæmt venju verða hátíðarhöld í Hafnarfirði í dag, í tilefni þjóðhátíðardagsins.

Lúðrasveitin fer fyrir skrúðgöngu, sem leggur af stað frá Hamrinum klukkan 13:00. Gengið verður niður Hringbraut í átt að Læknum, beygt inn Lækjargötu og Strandgötu og endað á Thorsplani.

Að göngu lokinni verður svo komið við á Austurgötuhátíðinni, þar sem við leikum nokkur létt lög.

Nálgast má alla hátíðardagskrána á vef Hafnarfjarðarbæjar.