Aðventan nálgast og brassdeild lúðrasveitarinnar kemur með jólin til Hafnfirðinga og nærsveitunga.
Föstudaginn 1. desember leikur lúðrasveitin við opnun jólaþorpsins á Thorsplani í Hafnarfirði. Talið verður í fyrsta lagið klukkan 17:55.
Laugardaginn 2. desember verða ljósin kveikt á jólatrénu frá Cuxhaven. Athöfnin fer fram á Flensborgarhöfn í Hafnarfirði og hefst hún klukkan 15:00.
Síðar sama dag, eða klukkan 17:00, verður loks leikið á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn, þar sem ljósin verða kveikt á Hamborgartrénu.
