Skyldustörfum þjóðhátíðardagsins er nú lokið hjá lúðrasveitinni.
Sveitin er þó ekki farin í sumarfrí, því mánudaginn 19. júní verður haldið í tónleika- og skemmtiferð til Münchenar, þar sem dvalið verður í eina viku.
Haldnir verða fernir tónleikar í borginni og nágrenni hennar og einir í Salzburg í Austurríki. Tónleikadagskráin er eftirfarandi:
- Miðvikudagur 21. júní kl. 16:00: Mirabell garðurinn í Salzburg.
- Föstudagur 23. júní kl. 16:00: Bjórgarðurinn í Andechs klaustrinu.
- Laugardagur 24. júní kl. 12:00: Café Blá, Lilienstraße 34
- Laugardagur 24. júní kl. 16:00: Waldwirtschaft bjórgarðurinn.
- Sunnudagur 25. júní kl. 17:00: Augustiner bjórgarðurinn.
