Sjómannadagurinn er í dag, 2. júní.
Samkvæmt venju spilar Lúðrasveitin fyrir íbúa Hrafnistu í Hafnarfirði nú í morgunsárið, kl. 10:00.
Eftir hádegi hefjast svo hátíðahöld við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Þar verða leikin nokkur lög á hátíðasvæðinu frá kl. 13:30 – 14:00.
Ýmislegt fleira verður á dagskránni. Áhugasöm geta kynnt sér dagskrána á vef Hafnarfjarðarbæjar.