
Lúðrasveit Hafnarfjarðar blæs til vortónleika laugardaginn 20. apríl næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 14:00.
Á efnisskránni verður tónlist úr ýmsum áttum: íslensk lög, dixieland, marsar og kvikmyndatónlist. Fluttar verða nýjar útsetningar Rúnars Óskarssonar og Eiríks Rafns Stefánssonar á íslenskum slögurum úr smiðjum Stuðmanna og Magnúsar Eiríkssonar, og Kristín Þóra Pétursdóttir leikur einleik í Clarinet on the Town eftir Ralph Hermann.
Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.
Almennt miðaverð er 2500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.