Aðventutónleikar

L1290011
Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni er meðal annars að finna þekkt rússnesk þjóðlög og nýlega tónlist fyrir lúðrasveit eftir Philip Sparke, Richard Saucedo og Jacob de Haan – auk hefðbundinna marsa. Einleikari á tónleikunum er klarinettuleikarinn Kristín Jóna Bragadóttir sem leikur Clarinet on the Town eftir Ralph Herman.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það er ekki posi á staðnum.

Oktoberfest 2014

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur Oktoberfest á Enska barnum, Hafnarfirði, föstudaginn 10. október. Þar verða fluttir slagarar úr grænu möppu LH, sem hefur að geyma það besta úr þýska bjórlitteratúrnum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 og aðgangur er ókeypis.

Fyrsta æfing haustsins

Sumarfríið er senn á enda. Fyrsta æfing starfsársins 2014-2015 verður haldin mánudaginn 1. september kl. 20:00.
Gamlir og nýir félagar eru velkomnir.

Hollandsferð lokið

Lúðrasveitin er nú komin heim úr vel heppnuðu ferðalagi um Holland og Belgíu.

Þar með er sveitin komin í sumarfrí, en æfingar hefjast aftur með haustinu, í byrjun september.

Stóra Hollandsferðin er hafin

Lúðrasveitin er nú um það bil að leggja af stað í tónleika- og skemmtiferð um Niðurlönd. Dvalið verður í bænum Amersfoort í Hollandi frá 18.-25. júní.

Föstudaginn 20. júní kl. 16:00 verður spilað á Sint-Baafsplein í Gent í Belgíu.

Laugardaginn 21. júní verður markaðsdagur í Amersfoort. Lúðrasveitin leikur þá á tveimur stöðum: Euterpeplein-torginu kl. 13:00 og á Groenmarkt-torginu kl. 16:00.

Sunnudaginn 22. júní kl. 11:00 verður leikið á Wagenwerkplaats í Amersfoort. Tónleikahluta ferðalagsins lýkur svo með spilamennsku á 17. júní-fagnaði Íslendingafélagsins í Mondriaan Scouting klukkan 13:00 þennan sama dag.