Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur 1. júní næstkomandi. Þá spilar Lúðrasveit Hafnarfjarðar að vanda við Hrafnistu kl. 10 og í hátíðardagskránni við Kænuna kl. 13:45.
admin
LH í Kaplakrika
Sunnudaginn 18. maí mun lúðrasveitin spila við opnun nýs íþróttahúss í Kaplakrika.
Fyrst verður spilað á milli kl. 11:30 og 12:00 og aftur frá 12:45 til 13:00.
Mæting er í Kaplakrika kl. 11:15, í fullum fjólubláum skrúða og nýpússuðum svörtum spariskóm. Farið er inn um aðalinnganginn. Svo er farið niður tröppur og út í nýja frjálsíþróttahúsið þar sem opnunarathöfnin fer fram.
Holland heillar
Æfingar eru nú hafnar af fullum krafti fyrir stóru Hollandsferðina, en lúðrasveitin mun dvelja við leik og störf í Amersfoort í Hollandi dagana 18. til 25. júní.
Áður en að því kemur mun sveitin þó taka þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins og 17. júní.
Kröfuganga 1. maí
Lúðrasveitin leikur að vanda í kröfugöngu verkalýðsfélaganna á Verkalýðsdaginn 1. maí. Gangan leggur af stað frá Bæjarbíói kl. 14 en lúðrasveitin leikur nokkur lög meðan göngumenn safnast saman.
Mæting er í Tónkvísl kl. 13, í fullum fjólubláum skrúða, svörtum sokkum og nýpússuðum svörtum spariskóm. Okkar hlutverki verður lokið um kl. 14:30.
Lúðraþytur í Hörpu
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Norðurljósum, Hörpu þriðjudaginn 18. mars kl. 20:00.
Þetta eru fimmtu og síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu, sem lúðrasveitir af suðvesturhorni landsins hafa staðið fyrir í vetur. Lúðrasveitin verður ekki ein á ferð, því hún hefur fengið Flensborgarkórinn til liðs við sig, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, og mun kórinn syngja nokkur lög með lúðrasveitinni.
Á efnisskrá tónleikanna verða nýleg lúðrasveitaverk fyrirferðarmikil. Má þar meðal annars nefna verkin Suite Arktica II eftir Pál Pampichler Pálsson og Sleep eftir Eric Whitacre. Einnig verða leiknir hefðbundnir Sousa-marsar.
Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.
Miðaverð er 2000 krónur. Miða á tónleikana má kaupa á vefsíðunni miði.is og á heimasíðu Hörpu.
Gleðileg jól!
Lúðrasveit Hafnarfjarðar óskar lúðurþeyturum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Fyrsta æfing á nýju ári verður mánudagskvöldið 6. janúar kl. 20.