Jólatré bæjarins

Laugardaginn 26. nóvember verða ljósin tendruð á vinabæjartrjánum tveimur; kveikt verður á Cuxhaventrénu við Flensborgarbryggju kl. 14 og Frederiksbergstrénu á Thorsplani kl. 17. Lúðrasveitin spilar að vanda við báðar tendranirnar og 10-15 mínútur fyrir þær. Gert er ráð fyrir að málmblásararnir sjái um þetta, en tré og slagverk fái frí.

Þar sem frekar stutt er á milli þessa tveggja spilamennska kom upp sú hugmynd að spila á 2-3 stöðum í bænum milli kl. 14 og 17. Við munum því spila nokkur jólalög á völdum stöðum, t.d. Hrafnistu og Sólvangi.

Þeir sem hafa búning heima hjá sér mæti uppáklæddir í Tónkvísl kl. 13:15, þeir sem vantar búning mæti klukkan 13:00.

17. júní

Á 17. júní spilum við fyrst fyrir framan sviðið í Hellisgerði kl. 13:25 og svo spilum við í skrúðgöngunni kl. 14:00. Þetta árið verður engin spilamennska um kvöldið vegna sparnaðaraðgerða hjá bænum.

Mæting í Tónkvísl kl. 13:00 fyrir þá sem eru nú þegar komnir með búning. Aðrir þurfa að mæta eitthvað fyrr til að finna sér búning sem passar þokkalega. Munið svarta sokka og svarta, pússaða skó. Húsið opnar kl. 12:30.

Sjómannadagurinn – mæting

Á Sjómannadagsmorgun er mæting við Hrafnistu kl. 9:45 í búningi, svörtum skóm og með hattinn. Nótur og statíf verða á staðnum. Þeir sem vantar búning eða hatt þurfa að mæta í Tónkvísl kl. 9:00 til að bjarga því sem bjargað verður.

Eftir hádegi er mæting við sviðið á Suðurbakkanum kl. 13:40, sömuleiðis í fullum skrúða. Nótur og statíf verða á staðnum. Tónkvísl verður opin kl. 13:00-13:30 til að dressa þá upp sem vantar búning.

Sjómannadagurinn

Að vanda mun lúðrasveitin halda uppi stuðinu á Sjómannadaginn, sunnudaginn 5. júní. Við spilum ættjarðarlög við Hrafnistu klukkan 10 og við höfnina klukkan 14, þegar aldnir sjómenn verða heiðraðir.

Æfing og búningamátun fyrir sjómannadaginn verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 30. maí klukkan 20. Þeir sem eru með búning heima mega gjarna hafa hann með sér á æfinguna til skrásetningar.

1. maí

Dagskráin fyrir 1. maí er svona:

13:00 Við hittumst í Tónkvísl.
13:40 Spilum fyrir framan Ráðhúsið.
14:00 Gengið frá Ráðhúsinu upp á Flatahraun.

Klæðnaður:
Svartar buxur og LH úlpurnar (eru í Tónkvísl)

1. maí

Að venju spilar Lúðrasveit Hafnarfjarðar í kröfugöngunni þann 1. maí.

Dagskráin í ár er svona:

  • 13:00 Mæting í Tónkvísl í búning
  • 13:40 Byrjað að spila á Ráðhústorgi
  • 14:00 Kröfuganga hefst
  • 14:30 Göngu lýkur á Flatahrauni

Mikilvægt er að sem flestir spili með!