Hæ, hó, jibbí-jey!

Það er kominn sautjándi júní!

Þjóðhátíðardagurinn er einn af föstum punktum Lúðrasveitarinnar ár hvert og í ár verður ekki gerð nein undantekning.

Klukkan 12:45 verður safnast saman fyrir utan Flensborgarskólann. Skrúðganga leggur svo af stað frá skólanum klukkan 13:00. Gengið verður niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani.

Að göngu lokinni, eða um kl. 14:00, heldur Lúðrasveitin svo tónleika fyrir utan Hafnarborg.

Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá þjóðhátíðarhalda í Hafnarfirði á vef bæjarins.

Jólin koma

Jólin eru handan við hornið og brassdeild Lúðrasveitarinnar sér um að koma Hafnfirðingum og nærsveitungum í jólaskap fyrstu helgina í desember.

Föstudaginn 30. nóvember verður Jólaþorpið opnað á Thorsplani í Hafnarfirði og kveikt á ljósunum á jólatrénu frá Cuxhaven. Lúðrasveitin leikur nokkur létt jólalög kl. 18:00. Nánari dagskrá má nálgast á vef Hafnarfjarðarbæjar og á Facebook.

Laugardaginn 1. desember klukkan 17:00 verða ljósin tendruð á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Þar verða leikin nokkur vinsæl þýsk jólalög fyrir athöfnina og á milli ræðuhalda.

Sunnudaginn 2. desember klukkan 12:00 koma svo nokkrir félagar úr Lúðrasveitinni fram á jóladagskrá í Hafnarborg. Dagskráin er skipulögð af Fjarðarpóstinum og Hafnarfjarðarbæ og má fylgjast með henni í beinni útsendingu á Facebook-síðum skipuleggjenda.

Bráðum koma blessuð jólin

Aðventan nálgast og brassdeild lúðrasveitarinnar kemur með jólin til Hafnfirðinga og nærsveitunga.

Föstudaginn 1. desember leikur lúðrasveitin við opnun jólaþorpsins á Thorsplani í Hafnarfirði. Talið verður í fyrsta lagið klukkan 17:55.

Laugardaginn 2. desember verða ljósin kveikt á jólatrénu frá Cuxhaven. Athöfnin fer fram á Flensborgarhöfn í Hafnarfirði og hefst hún klukkan 15:00.

Síðar sama dag, eða klukkan 17:00, verður loks leikið á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn, þar sem ljósin verða kveikt á Hamborgartrénu.

Nokkrir lúðrasveitarfélagar í jólaþorpinu í Hafnarfirði
Nokkrir lúðrasveitarfélagar í jólaþorpinu í Hafnarfirði

Ljósanótt í Reykjanesbæ

Eins og undanfarin ár hefst haustdagskrá lúðrasveitarinnar í Reykjanesbæ, þar sem spilað verður í Árgangagöngunni á Ljósanótt.

Gangan leggur af stað í dag klukkan 13:30 og verður gengið niður Hafnargötu í Reykjanesbæ.

Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá Ljósanætur nánar á vefnum ljósanótt.is.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar á Ljósanótt 2016.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar á Ljósanótt 2016.

Sautjándi júní

Hæ, hó, jibbý, jei, kæru Hafnfirðingar, og aðrir landsmenn!

Í dag er sautjándi júní haldinn hátíðlegur um land allt.

Að vanda fer lúðrasveitin fyrir skrúðgöngunni í Hafnarfirði í dag. Hún leggur af stað klukkan 13:00 frá skátaheimilinu Hraunbyrgi við Hjallabraut.

Að göngu lokinni verða svo spiluð nokkur létt lög fyrir utan Hafnarborg, eða um klukkan 14:00.

Á vef Hafnarfjarðarbæjar má skoða dagskrá dagsins.