Tónleikar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Hamarssal Flensborgarskólans laugardaginn 28. mars kl. 14. Á efnisskránni er meðal annars að finna verk eftir lúðrasveitatónskáldin Philip Sparke, Jacob de Haan og Franco Cesarini, sem allir hafa komið við sögu á tónleikum LH síðustu árin. Sousa verður heldur ekki langt undan.

Einleikari á tónleikunum er Valgeir Geirsson, sem þenur draglúðurinn og leikur gamla slagarann Misty eftir Erroll Garner.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það er ekki posi á staðnum.

Aðventutónleikar

L1290011
Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni er meðal annars að finna þekkt rússnesk þjóðlög og nýlega tónlist fyrir lúðrasveit eftir Philip Sparke, Richard Saucedo og Jacob de Haan – auk hefðbundinna marsa. Einleikari á tónleikunum er klarinettuleikarinn Kristín Jóna Bragadóttir sem leikur Clarinet on the Town eftir Ralph Herman.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það er ekki posi á staðnum.

Oktoberfest 2014

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur Oktoberfest á Enska barnum, Hafnarfirði, föstudaginn 10. október. Þar verða fluttir slagarar úr grænu möppu LH, sem hefur að geyma það besta úr þýska bjórlitteratúrnum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 og aðgangur er ókeypis.

Stóra Hollandsferðin er hafin

Lúðrasveitin er nú um það bil að leggja af stað í tónleika- og skemmtiferð um Niðurlönd. Dvalið verður í bænum Amersfoort í Hollandi frá 18.-25. júní.

Föstudaginn 20. júní kl. 16:00 verður spilað á Sint-Baafsplein í Gent í Belgíu.

Laugardaginn 21. júní verður markaðsdagur í Amersfoort. Lúðrasveitin leikur þá á tveimur stöðum: Euterpeplein-torginu kl. 13:00 og á Groenmarkt-torginu kl. 16:00.

Sunnudaginn 22. júní kl. 11:00 verður leikið á Wagenwerkplaats í Amersfoort. Tónleikahluta ferðalagsins lýkur svo með spilamennsku á 17. júní-fagnaði Íslendingafélagsins í Mondriaan Scouting klukkan 13:00 þennan sama dag.

Aðventutónleikar lúðrasveitarinnar

Lúðrasveitar Hafnarfjarðar heldur aðventutónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni er meðal annars að finna svítu fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, tvo kafla úr svítu fyrir sviðshljómsveit eftir Dmítríj Sjostakóvítsj og íslenskan jólaforleik eftir Sigurð I. Snorrason – auk hefðbundinna marsa.

Einleikarar á tónleikunum verða trompetleikarinn Andrés Björnsson sem leikur tangó eftir Astor Piazzola og hornleikarinn Erna Ómarsdóttir sem leikur rondókafla úr einum hornkonserta Mozarts. Auk þess stígur básúnudeildin á svið og leikur Lustige Polka eftir Hans Hartwig.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

LH á aðventutónleikum 1. desember 2012

Oktoberfest Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur Oktoberfest á Enska barnum, Hafnarfirði, laugardaginn 12. október. Þar verða fluttir slagarar úr grænu möppu LH, sem hefur að geyma það besta úr þýska bjórlitteratúrnum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 og aðgangur er ókeypis.
Sjá auglýsingu hér.