Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Vortónleikar lúðrasveitarinnar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 (gömlu Vélsmiðju Hafnarfjarðar) föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20:00.

Á efnisskránni fer mikið fyrir suðrænum tónum og svítum af ýmsu tagi, meðal annars Svíta nr. 2 fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, þjóðdansasvíta eftir Dmitríj Sjostakóvítsj og lokadansinn úr Estancia eftir Alberto Ginastera. Að sjálfsögðu verða einnig marsar á efnisskránni, m.a. eftir John Philip Sousa, auk þess sem þrír trompetleikarar stíga fram og spila Bugler’s holiday eftir Leroy Anderson.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Aðgangseyrir er kr. 1000.

Vortónleikar

Vortónleikar Lúðrarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnir föstudagskvöldið 8. apríl í sal Gaflaraleikhússins strandgötu 50.
-Nánar auglýst þegar nær dregur.