Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Bjórtónlist á Enska barnum

Föstudaginn 11. nóvember heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar síðbúið Oktoberfest á Enska barnum, Flatahrauni 5b í Hafnarfirði.

Þar verða fluttir valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu LH, en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Oktoberfest í München ár hvert.

Lúðrasveitin byrjar að spila um kl. 20:30 en á undan mun Enski barinn bjóða upp á létt snakk í þýskum anda með bjórnum. Það er því tilvalið að mæta tímanlega og hita aðeins upp áður en allt byrjar.

Vortónleikar lúðrasveitarinnar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 (gömlu Vélsmiðju Hafnarfjarðar) föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20:00.

Á efnisskránni fer mikið fyrir suðrænum tónum og svítum af ýmsu tagi, meðal annars Svíta nr. 2 fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, þjóðdansasvíta eftir Dmitríj Sjostakóvítsj og lokadansinn úr Estancia eftir Alberto Ginastera. Að sjálfsögðu verða einnig marsar á efnisskránni, m.a. eftir John Philip Sousa, auk þess sem þrír trompetleikarar stíga fram og spila Bugler’s holiday eftir Leroy Anderson.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Aðgangseyrir er kr. 1000.

Vortónleikar

Vortónleikar Lúðrarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnir föstudagskvöldið 8. apríl í sal Gaflaraleikhússins strandgötu 50.
-Nánar auglýst þegar nær dregur.