Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur Oktoberfest á Enska barnum, Hafnarfirði, föstudaginn 10. október. Þar verða fluttir slagarar úr grænu möppu LH, sem hefur að geyma það besta úr þýska bjórlitteratúrnum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 og aðgangur er ókeypis.
Tónleikar
Stóra Hollandsferðin er hafin
Lúðrasveitin er nú um það bil að leggja af stað í tónleika- og skemmtiferð um Niðurlönd. Dvalið verður í bænum Amersfoort í Hollandi frá 18.-25. júní.
Föstudaginn 20. júní kl. 16:00 verður spilað á Sint-Baafsplein í Gent í Belgíu.
Laugardaginn 21. júní verður markaðsdagur í Amersfoort. Lúðrasveitin leikur þá á tveimur stöðum: Euterpeplein-torginu kl. 13:00 og á Groenmarkt-torginu kl. 16:00.
Sunnudaginn 22. júní kl. 11:00 verður leikið á Wagenwerkplaats í Amersfoort. Tónleikahluta ferðalagsins lýkur svo með spilamennsku á 17. júní-fagnaði Íslendingafélagsins í Mondriaan Scouting klukkan 13:00 þennan sama dag.
Aðventutónleikar lúðrasveitarinnar
Lúðrasveitar Hafnarfjarðar heldur aðventutónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00.
Á efnisskránni er meðal annars að finna svítu fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, tvo kafla úr svítu fyrir sviðshljómsveit eftir Dmítríj Sjostakóvítsj og íslenskan jólaforleik eftir Sigurð I. Snorrason – auk hefðbundinna marsa.
Einleikarar á tónleikunum verða trompetleikarinn Andrés Björnsson sem leikur tangó eftir Astor Piazzola og hornleikarinn Erna Ómarsdóttir sem leikur rondókafla úr einum hornkonserta Mozarts. Auk þess stígur básúnudeildin á svið og leikur Lustige Polka eftir Hans Hartwig.
Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.
Oktoberfest Lúðrasveitar Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur Oktoberfest á Enska barnum, Hafnarfirði, laugardaginn 12. október. Þar verða fluttir slagarar úr grænu möppu LH, sem hefur að geyma það besta úr þýska bjórlitteratúrnum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 og aðgangur er ókeypis.
Sjá auglýsingu hér.
Vortónleikar LH
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur vortónleika í Hafnarborg föstudaginn 15. mars kl. 20:00.
Á efnisskránni kennir ýmissa grasa, meðal annars mun Kristjana Stefánsdóttir syngja nokkur lög með sveitinni, Helgi Þorleiksson mun leika einleik á víbrafón og fluttur verður konsertpolki fyrir tvær klarinettur og lúðrasveit eftir Pál Pampichler Pálsson. Að sjálfsögðu verða einnig leiknir marsar, m.a. glænýr mars eftir stjórnanda sveitarinnar, Rúnar Óskarsson.
Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára.
Aðventutónleikar LH
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur aðventutónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 1. desember kl. 17.
Á dagskránni eru einkum þjóðdansar og þjóðlög úr ýmsum áttum en marsar og jólalög koma einnig við sögu. Þá mun Andrés Björnsson leika einleik á flügelhorn.
Almennt miðaverð er 1500 kr. en 500 kr. fyrir börn yngri en 12 ára.