Vortónleikar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir utan Víðistaðakirkju 29. nóvember 2014
Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14.

Stærsta verkið á efnisskránni að þessu sinni er Sinfóníetta nr. 3 eftir góðvin sveitarinnar, Philip Sparke, en einnig má nefna verk eftir Dmítríj Sjostakóvítsj og marsa eftir Árna Björnsson, John Philip Sousa og Kenneth Alford. Þá stígur brasskvintett fram og leikur gamla ragtime slagarann That’s a plenty við undirleik lúðrasveitarinnar.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það verður ekki posi á staðnum.

Aðventutónleikar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir utan Víðistaðakirkju 29. nóvember 2014
Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 28. nóvember klukkan 14:00.

Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Leonard Bernstein, George og Ira Gershwin og Philip Sparke, auk marsa og jólatónlistar. Góðkunningi lúðrasveitaraðdáenda, John Philip Sousa, verður einnig á dagskránni.

Sérstakur gestur á tónleikunum verður Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona, sem meðal annars syngur lagið Skyfall, úr samnefndri kvikmynd um James Bond.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það verður ekki posi á staðnum.

Októberfest lúðrasveitarinnar

Laugardaginn 10. október klukkan 20:00 heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sitt árlega Oktoberfest á Ölstofu Hafnarfjarðar (áður Enska barnum).

Þar verða fluttir valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu LH, en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Oktoberfest í München ár hvert.

Í þetta skiptið mætir stórsöngvarinn Örvar Már Kristinsson á svæðið og syngur með okkur!

Aðgangur ókeypis.

Íslenska bjórhátíðin

Íslenska bjórhátíðin verður haldin í fyrsta sinn með pompi og prakt í Gamla bíó laugardaginn 26. september.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar verður á staðnum í fullum skrúða og spilar októberfestlög eins og henni einni er lagið.

Hátíðin hefst klukkan 15:00.

Lúðrasveitin spilar tvisvar sinnum á hátíðinni. Í fyrra skiptið klukkan 16:00 og í seinna skiptið klukkan 21:00.

Nánari upplýsingar má sjá á Fésbókarsíðu hátíðarinnar.

Tónleikar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Hamarssal Flensborgarskólans laugardaginn 28. mars kl. 14. Á efnisskránni er meðal annars að finna verk eftir lúðrasveitatónskáldin Philip Sparke, Jacob de Haan og Franco Cesarini, sem allir hafa komið við sögu á tónleikum LH síðustu árin. Sousa verður heldur ekki langt undan.

Einleikari á tónleikunum er Valgeir Geirsson, sem þenur draglúðurinn og leikur gamla slagarann Misty eftir Erroll Garner.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það er ekki posi á staðnum.

Aðventutónleikar

L1290011
Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni er meðal annars að finna þekkt rússnesk þjóðlög og nýlega tónlist fyrir lúðrasveit eftir Philip Sparke, Richard Saucedo og Jacob de Haan – auk hefðbundinna marsa. Einleikari á tónleikunum er klarinettuleikarinn Kristín Jóna Bragadóttir sem leikur Clarinet on the Town eftir Ralph Herman.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það er ekki posi á staðnum.