Það er kominn 17. júní

Í dag, 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga, verður að vanda nóg um að vera hjá lúðrasveitinni.

Klukkan 12:50 verður spilað við hátíðarsetningu uppi á Hamrinum.
Frá Hamrinum verður lagt af stað í skrúðgöngu klukkan 13:30, sem endar á Thorsplani.

Um klukkan 15:00 verða svo leikin nokkur lög á Austurgötuhátíðinni – ef veður leyfir.

1. maí í Hafnarfirði

Samkvæmt venju mun lúðrasveitin spila í kröfugöngu í Hafnarfirði 1. maí.

Safnast verður saman fyrir utan ráðhús Hafnarfjarðar klukkan 13:30.
Gangan fer svo af stað klukkan 14:00. Gengið verður að Hraunseli, Flatahrauni 3, og er áætluð koma þangað klukkan 14:30.

Tónleikar

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Hamarssal Flensborgarskólans laugardaginn 28. mars kl. 14. Á efnisskránni er meðal annars að finna verk eftir lúðrasveitatónskáldin Philip Sparke, Jacob de Haan og Franco Cesarini, sem allir hafa komið við sögu á tónleikum LH síðustu árin. Sousa verður heldur ekki langt undan.

Einleikari á tónleikunum er Valgeir Geirsson, sem þenur draglúðurinn og leikur gamla slagarann Misty eftir Erroll Garner.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það er ekki posi á staðnum.

Aðalfundur

Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Tónkvísl mánudagskvöldið 2. febrúar kl. 20:00. Dagskrá hans er eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar um starfið á síðasta ári og fjármál sveitarinnar.
2. Lagabreytingar, ef skriflegar tillögur koma fram um þær fyrir fundinn.
3. Kjör stjórnar, tveggja endurskoðenda og annarra embættismanna ef við á.
4. Önnur mál.

Athygli er vakin á að tillögur um lagabreytingar þarf að leggja fram skriflega til stjórnar fyrir fundinn. Einnig má senda þær rafrænt með tölvupósti.
Lög sveitarinnar má finna hér.

Á fundinum þarf að kjósa í embætti formanns, gjaldkera og ritara, auk tveggja endurskoðenda. Einnig þarf að kjósa skemmtinefnd, búninganefnd og áhaldavörð. Áhugasamir mega gjarna gefa sig fram við stjórn.

Gleðilegt ár

Starfsemin er nú að fara í gang eftir jólafríið.

Fyrsta æfing ársins 2015 verður í kvöld, mánudaginn 5. janúar.

Aðventutónleikar

L1290011
Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni er meðal annars að finna þekkt rússnesk þjóðlög og nýlega tónlist fyrir lúðrasveit eftir Philip Sparke, Richard Saucedo og Jacob de Haan – auk hefðbundinna marsa. Einleikari á tónleikunum er klarinettuleikarinn Kristín Jóna Bragadóttir sem leikur Clarinet on the Town eftir Ralph Herman.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Athugið að það er ekki posi á staðnum.