Góutónleikar LH og Voces Masculorum

Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Voces Masculorum halda sameiginlega tónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 16.

Óperukórar, -forleikir og karlakóralög verða því áberandi á tónleikunum en þar verða einnig slagarar úr ýmsum áttum og hefðbundin lúðrasveitaverk. Meðal annars frumflytur lúðrasveitin verk sem Stefán Ómar Jakobsson samdi í minningu Hans Ploder.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en 500 fyrir 12 ára og yngri.

Æfingaráætlun fram að tónleikunum

Svona lítur æfingaráætlunin okkar út fram að tónleikum. Ef eitthvað breytist látum við vita í tölvupósti og á FB síðu sveitarinnar.

Mánudagur 23. janúar kl. 20:00 – Æfing
Mánudagur 30. janúar kl. 20:00 – Aðalfundur
Mánudagur 6. febrúar kl. 20:00 – Æfing
Föstudagur 10. febrúar kl. 19:00 – Æfing með kórnum
Mánudagur 13. febrúar kl. 20:00 – Æfing
Sunnudagur 19. febrúar kl. 17:00 – Æfing með kórnum, mætið tímanlega
Mánudagur 20. febrúar kl. 20:00 – Æfing
Föstudagur 24. febrúar kl. 19:00 – Generalprufa í Víðistaðakirkju
Laugardagur 25. febrúar kl. 16:00 – Tónleikar

Stjórnin

Aðalfundur

Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verður haldinn mánudaginn 30. janúar n.k. í Tónkvísl.
Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00

Dagskrá

1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagabreytingar ef skriflegar tillögur koma fram fyrir fundinn.
3. Kjör stjórnar.
4. Önnur mál.

Þar sem LH verður 62 ára í vikunni verður boðið upp á léttar veitingar fyrir fundarmenn.

Stjórnin.

Næstu tónleikar

Næstu tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða í Víðistaðakirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 16:00. Karlakórinn Voces Masculorum verður gestur lúðrasveitarinnar á tónleikunum.

Nánari upplýsingar síðar.