Hausttónleikar LH, Flensborgarkórsins og Kórs Flensborgarskólans

Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Flensborgarkórinn og Kór Flensborgarskólans halda sameiginlega hausttónleika laugardaginn 25. nóvember kl. 14:00. Tónleikarnir verða haldnir í nýju húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, Hvaleyrarbraut 32, gengið inn frá Lónsbraut. (Hér má sjá staðinn á korti).

Tónlist úr kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum verður fyrirferðarmikil á efnisskránni, meðal annars úr Söngvaseiði, Amistad, Stjörnustríði og Harry Potter – ýmist flutt af lúðrasveitinni, kórunum eða öllum saman.

Stjórnendur á tónleikunum eru Hrafnhildur Blomsterberg og Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er best að nálgast miða í forsölu hjá félögum kóranna eða lúðrasveitarinnar.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Flensborgarkórinn og Kór Flensborgarskólans
Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Flensborgarkórinn og Kór Flensborgarskólans

Októberfest lúðrasveitarinnar

Laugardaginn 7. október heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sitt árlega Októberfest á Ölstofu Hafnarfjarðar, Flatahrauni 5a.

Þar verða fluttir valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu sveitarinnar en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Októberfest í München ár hvert.

Talið verður í fyrsta lagið klukkan 20:00.

Ljósanótt í Reykjanesbæ

Eins og undanfarin ár hefst haustdagskrá lúðrasveitarinnar í Reykjanesbæ, þar sem spilað verður í Árgangagöngunni á Ljósanótt.

Gangan leggur af stað í dag klukkan 13:30 og verður gengið niður Hafnargötu í Reykjanesbæ.

Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá Ljósanætur nánar á vefnum ljósanótt.is.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar á Ljósanótt 2016.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar á Ljósanótt 2016.

Fyrsta æfing starfsársins

Sumarfríið er senn á enda og komið að því að blása rykið af lúðrunum.

Fyrsta æfing starfsársins 2017-2018 verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 28. ágúst klukkan 20:00.

Nýir og gamlir félagar eru velkomnir.

Sumarfrí

Í gær, mánudaginn 26. júní, lauk vel heppnaðri, vikulangri tónleika- og skemmtiferð um München, Salzburg og nágrenni, þar sem lúðrasveitin heillaði Bæjara og nærsveitunga með undurfögrum lúðrablæstri.

Þar með er sveitin komin í sumarfrí. Æfingar hefjast aftur í lok ágúst.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-bjórgarðinum
Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner bjórgarðinum.

In München steht ein Hofbräuhaus

Skyldustörfum þjóðhátíðardagsins er nú lokið hjá lúðrasveitinni.

Sveitin er þó ekki farin í sumarfrí, því mánudaginn 19. júní verður haldið í tónleika- og skemmtiferð til Münchenar, þar sem dvalið verður í eina viku.

Haldnir verða fernir tónleikar í borginni og nágrenni hennar og einir í Salzburg í Austurríki. Tónleikadagskráin er eftirfarandi:

Ráðhúsið í München
Ráðhúsið í München. Mynd: Wikipedia.