Sjómannadagurinn

Að vanda mun lúðrasveitin halda uppi stuðinu á Sjómannadaginn, sunnudaginn 2. júní. Við spilum ættjarðarlög við Hrafnistu klukkan 10 og við höfnina frá klukkan 13:45, þegar aldnir sjómenn verða heiðraðir.

Mæting: kl. 9:45 við Hrafnistu og kl. 13:30 við Kænuna.

Klæðnaður í bæði skiptin: Fjólublái búningurinn með viðeigandi hatti, svartir sokkar og svartir nýpússaðir spariskór. Þeir sem ekki geta bjargað sér um búning mæti í svörtum sparibuxum!

Æfing og búningamátun verður haldin í Tónkvísl mánudaginn 27. maí klukkan 20. Þeir sem eru með búning heima en geta ekki spilað með mega gjarna lána hann þurfandi.

Hlé á æfingum

Formlegum æfingum LH er lokið í vetur. Þó má reikna með að boðað verði til æfinga fyrir spilamennskurnar á Sjómannadaginn og 17. júní.

Kröfuganga 1. maí

Lúðrasveitin spilar að vanda í kröfugöngu á Verkalýðsdaginn 1. maí. Spilamennskan verður með hefðbundnu sniði, við mætum í Tónkvísl 13:00, byrjum að spila 13:40 fyrir utan Súfistann og gangan hefst 14:00.

Við verðum í lúðrasveitarúlpunum, með kaskeitin, í svörtum sparibuxum, svörtum sokkum og nýpússuðum svörtum spariskóm. Munið, svartir íþróttaskór teljast ekki spariskór!

Vortónleikar LH

Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur vortónleika í Hafnarborg föstudaginn 15. mars kl. 20:00.

Á efnisskránni kennir ýmissa grasa, meðal annars mun Kristjana Stefánsdóttir syngja nokkur lög með sveitinni, Helgi Þorleiksson mun leika einleik á víbrafón og fluttur verður konsertpolki fyrir tvær klarinettur og lúðrasveit eftir Pál Pampichler Pálsson. Að sjálfsögðu verða einnig leiknir marsar, m.a. glænýr mars eftir stjórnanda sveitarinnar, Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára.

Aðalfundur LH

Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Tónkvísl mánudaginn 28. janúar 2013 kl. 20:00. Dagskráin er svohljóðandi:

  • Skýrsla stjórnar
  • Lagabreytingar, ef skriflegar tillögur koma fram um þær fyrir fundinn.
  • Kjör stjórnar, tveggja endurskoðenda og annarra embættismanna ef við á.
  • Önnur mál.

Lagabreytingatillögur skal senda til stjórnar á netfangið ludrasveit@ludrasveit.is í síðasta lagi á miðnætti sunnudagsins 27. janúar. Þangað má líka senda tilkynningar um framboð í embætti eða tillögur að öðrum málum.

Gleðilegt ár!

Lúðrasveit Hafnarfjarðar óskar félögum og aðdáendum gleðilegs nýárs með þökk fyrir þau liðnu.

Jafnframt minnum við á að fyrsta æfing á nýju ári verður í Tónkvísl mánudaginn 7. janúar kl. 20. Þangað eru allir gamlir og nýir félagar velkomnir!