Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Hausttónleikar LH, Flensborgarkórsins og Kórs Flensborgarskólans

Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Flensborgarkórinn og Kór Flensborgarskólans halda sameiginlega hausttónleika laugardaginn 25. nóvember kl. 14:00. Tónleikarnir verða haldnir í nýju húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, Hvaleyrarbraut 32, gengið inn frá Lónsbraut. (Hér má sjá staðinn á korti).

Tónlist úr kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum verður fyrirferðarmikil á efnisskránni, meðal annars úr Söngvaseiði, Amistad, Stjörnustríði og Harry Potter – ýmist flutt af lúðrasveitinni, kórunum eða öllum saman.

Stjórnendur á tónleikunum eru Hrafnhildur Blomsterberg og Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er best að nálgast miða í forsölu hjá félögum kóranna eða lúðrasveitarinnar.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Flensborgarkórinn og Kór Flensborgarskólans
Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Flensborgarkórinn og Kór Flensborgarskólans

Októberfest lúðrasveitarinnar

Laugardaginn 7. október heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sitt árlega Októberfest á Ölstofu Hafnarfjarðar, Flatahrauni 5a.

Þar verða fluttir valdir slagarar úr hinni víðfrægu grænu möppu sveitarinnar en hún geymir það allra besta í þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl. Hér er einstakt tækifæri til að heyra tónlistina sem spiluð er á Októberfest í München ár hvert.

Talið verður í fyrsta lagið klukkan 20:00.

Sumarfrí

Í gær, mánudaginn 26. júní, lauk vel heppnaðri, vikulangri tónleika- og skemmtiferð um München, Salzburg og nágrenni, þar sem lúðrasveitin heillaði Bæjara og nærsveitunga með undurfögrum lúðrablæstri.

Þar með er sveitin komin í sumarfrí. Æfingar hefjast aftur í lok ágúst.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Lúðrasveit Hafnarfjarðar í Augustiner-bjórgarðinum
Lúðrasveit Hafnarfjarðar að loknum tónleikum í Augustiner bjórgarðinum.

In München steht ein Hofbräuhaus

Skyldustörfum þjóðhátíðardagsins er nú lokið hjá lúðrasveitinni.

Sveitin er þó ekki farin í sumarfrí, því mánudaginn 19. júní verður haldið í tónleika- og skemmtiferð til Münchenar, þar sem dvalið verður í eina viku.

Haldnir verða fernir tónleikar í borginni og nágrenni hennar og einir í Salzburg í Austurríki. Tónleikadagskráin er eftirfarandi:

Ráðhúsið í München
Ráðhúsið í München. Mynd: Wikipedia.

Vortónleikar 2017

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg laugardaginn 1. apríl kl. 17:00.

Bróðurpartur verkanna á efnisskránni var saminn fyrir leiksvið eða hvíta tjaldið; þar er um að ræða kvikmyndatónlist eftir John Williams og Danny Elfman, tónlist Claude-Michels Schoenberg úr Vesalingunum, og kafla úr svítu fyrir sviðshljómsveit eftir Dmítríj Sjostakóvítsj. Að auki verða flutt lög eftir Astor Piazzolla, Chick Corea og fleiri.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Heimsókn frá Vestmannaeyjum

Laugardaginn 18. mars næstkomandi ætla Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Lúðrasveit Vestmannaeyja að spila létta og skemmtilega tónlist úr ýmsum áttum á Ölstofu Hafnarfjarðar (áður Enska barnum) að Flatahrauni 5a í Hafnarfirði.

Tónlist úr hinni víðfrægu Grænu möppu LH verður áberandi, en hún hefur að geyma það besta úr þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17:30 og er aðgangur ókeypis!