In München steht ein Hofbräuhaus

Skyldustörfum þjóðhátíðardagsins er nú lokið hjá lúðrasveitinni.

Sveitin er þó ekki farin í sumarfrí, því mánudaginn 19. júní verður haldið í tónleika- og skemmtiferð til Münchenar, þar sem dvalið verður í eina viku.

Haldnir verða fernir tónleikar í borginni og nágrenni hennar og einir í Salzburg í Austurríki. Tónleikadagskráin er eftirfarandi:

Ráðhúsið í München
Ráðhúsið í München. Mynd: Wikipedia.

Sautjándi júní

Hæ, hó, jibbý, jei, kæru Hafnfirðingar, og aðrir landsmenn!

Í dag er sautjándi júní haldinn hátíðlegur um land allt.

Að vanda fer lúðrasveitin fyrir skrúðgöngunni í Hafnarfirði í dag. Hún leggur af stað klukkan 13:00 frá skátaheimilinu Hraunbyrgi við Hjallabraut.

Að göngu lokinni verða svo spiluð nokkur létt lög fyrir utan Hafnarborg, eða um klukkan 14:00.

Á vef Hafnarfjarðarbæjar má skoða dagskrá dagsins.

Vortónleikar 2017

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg laugardaginn 1. apríl kl. 17:00.

Bróðurpartur verkanna á efnisskránni var saminn fyrir leiksvið eða hvíta tjaldið; þar er um að ræða kvikmyndatónlist eftir John Williams og Danny Elfman, tónlist Claude-Michels Schoenberg úr Vesalingunum, og kafla úr svítu fyrir sviðshljómsveit eftir Dmítríj Sjostakóvítsj. Að auki verða flutt lög eftir Astor Piazzolla, Chick Corea og fleiri.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar

Heimsókn frá Vestmannaeyjum

Laugardaginn 18. mars næstkomandi ætla Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Lúðrasveit Vestmannaeyja að spila létta og skemmtilega tónlist úr ýmsum áttum á Ölstofu Hafnarfjarðar (áður Enska barnum) að Flatahrauni 5a í Hafnarfirði.

Tónlist úr hinni víðfrægu Grænu möppu LH verður áberandi, en hún hefur að geyma það besta úr þýskri bjórtónlist auk íslenskra gullmola í svipuðum stíl.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17:30 og er aðgangur ókeypis!

Fyrsta æfing ársins

Gleðilegt ár!

Það er kominn tími til að blása jólarykið af lúðrunum.

Fyrsta æfing ársins 2017 verður haldin í kvöld, mánudaginn 9. janúar, klukkan 20:00.

Nýir og gamlir félagar eru velkomnir.